Torfunes valið ræktunarbú 2015

0
143

Haustfundur HEÞ var haldinn í Ljósvetningabúð s.l. þriðjudag samhliða fundaherferð félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt. Á fundinum voru veitt ræktunarverðlaun félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga árið 2015. Frá þessu segir á Hestafréttir.is

Baldvin Kr. Baldvinsson, Torfunes ræktunarbú HEÞ. Mynd: Hestafréttir.is
Baldvin Kr. Baldvinsson, Torfunes ræktunarbú HEÞ. Mynd: Hestafréttir.is

 

Torfunes var valið ræktunarbú HEÞ, en önnur bú sem hlutu tilnefningu voru: Efri-Rauðalækur, Hrafnagil, Komma, Litla-Brekka, Skriða og Ytra-Dalsgerði.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu hross, sem ræktuð eru af félagsmönnum og sjá má nánar um það á Hestafréttir.is