Torfunes var valið ræktunarbú ársins 2013 á svæði Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga.
Á haustfundi HEÞ voru veittar að venju viðurkenningar fyrir ræktunarbú og hæst dæmdu hross félagsmanna 2013. 5 ræktunarbú voru verðlaunuð fyrir góðan árangur 2013, Sámsstaðir, Sauðanes, Torfunes, Akureyri ( Björgvin og Helena) og Litli Dalur.

Þá valdi fagráð í hrossarækt þau bú/ræktendur sem tilnefnd voru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur. Tilnefnd voru 10 bú og var Torfunes eitt af þeim búum sem tilnefnd voru. Í Torfunesi hefur verið stunduð hrossarækt um árabil. Hornsteinn ræktunarinnar er Toppa frá Rangá en langsflest hrossin í ræktuninni eru útaf henni. Aðalmarkmið ræktunarinnar í Torfunesi er að rækta geðgóð, fagurlega sköpuð og fjölhæf alhliða hross sem henta öllum unnendum íslenska hestsins.
Eftirtalin hross fædd í Torfunesi voru sýnd í kynbótadóm 2013:
Vissa IS2007266201 sköpulag 8,29 kostir 8,23 aðaleinkunn 8,26.
Verdí IS2008166200 ————- 8,04 – 8,07 ———– 8,06.
Karl IS2008166211 ————- 8,48 – 7,87 ———– 8,11.
Pollíana IS2009266210 ———— 8,16 —- 7,78 ————- 7,93.
Leistur IS2008166201 ————- 8,16——- 7,95 ————- 8,04.
Ljúfur IS2008166207 ———- 8,04 —- 8,50 ———— 8,32.
Muska IS2006266211 ———– 8,48——- 7,82 ———— 8,08.
Bergþóra IS2006266214 ———– 8,09 ——- 8,02 ———— 8,05.
7 þessara hrossa eru útaf Toppu frá Rangá.
Þetta eru þau hross sem tilnefning byggir á og vilja þau í Torfunesi þakka öllum þeim er aðstoðuðu þau við að gera þennan árangur svo góðan sem raun ber vitni. Sérstakar þakkir færa þau Mette Mo Mannseth og Gísla Gíslasyni á Þúfum, en þau hafa verið ráðgjafar í þjálfun, ræktun og sýningum hrossana undanfarin ár.


Á heimsíðu ræktunarbúsins torfunes.is er að finna ýmsan fróðleik um búið og margar fallegar myndir af hrossunum.
Á vef Hestafrétta segir:
Afkvæmahestar: Blær frá Torfunesi gefur vökrustu hrossin.
Blær frá Torfunesi er efstur afkvæmahesta á Íslandi fyrir skeið, samkvæmt kynbótamati sem kynnt var í haust. Blær er landsþekktur gæðingur undan Markúsi frá Langholtsparti og Bylgju frá Torfunesi, dóttur Baldurs frá Bakka. Hann fékk sinn besta dóm 8,55 vorið 2005. Fyrir hæfileika fékk hann 8,80. Meðal annars 9,0 fyrir skeið og 9,5 fyrir brokk. Blær vakti mikla athygli og stóð efstur í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Austurlands árið 2007. Í dag er hesturinn í þjálfun hjá Ísólfi Líndal á Lækjamóti. Ekki er ólíklegt að honum verði teflt fram að nýju í A-flokki gæðinga, kannski á LM2014. Blær hefur lítið tekið þátt í keppnum eftir að hann lenti í hrakningum haustið 2007.
Blær tekur þar fram úr hestum eins og Hugin frá Haga, Þóroddi frá Þóroddsstöðum, Stála frá Kjarri og Adam frá Ásmundarstöðum. Í öðru sæti er Huginn frá Haga og kemur það fáum á óvart. Þriðji er Þytur frá Neðra-Seli undan Ófeigi frá Flugumýri. Nýr á lista er Ás frá Ármóti, sonur Sæs frá Bakkakoti, með 123 stig.
Miðað er við hesta á Íslandi sem eiga 15 eða fleiri dæmd afkvæmi og eru með a.m.k. 110 stig í aðaleinkunn. 10 efstu hrossin eru:
Fæðinganr. | Nafn | Upprunni | Skeið | Aðaleink. | Dæmd afk | ||
Nr. | 1 | IS1999166214 | Blær | Torfunesi | 125 | 123 | 33 |
Nr. | 2 | IS1994166620 | Huginn | Haga I | 124 | 117 | 77 |
Nr. | 3 | IS1999186987 | Þytur | Neðra-Seli | 123 | 117 | 19 |
Nr. | 4 | IS2000186130 | Ás | Ármóti | 123 | 117 | 15 |
Nr. | 5 | IS1998137637 | Akkur | Brautarholti | 122 | 120 | 19 |
Nr. | 6 | IS1999188801 | Þóroddur | Þóroddsstöðum | 122 | 120 | 84 |
Nr. | 7 | IS1989165520 | Óður | Brún | 122 | 113 | 171 |
Nr. | 8 | IS1990157003 | Galsi | Sauðárkróki | 122 | 114 | 126 |
Nr. | 9 | IS1998187002 | Stáli | Kjarri | 121 | 121 | 59 |
Nr. | 10 | IS1987187700 | Oddur | Selfossi | 121 | 116 | 110 |