Tónlistarviðburður í Listasmiðjunni á Laugum 3. desember

0
138

Á Tónleikum í tengslum við myndlistarsýninguna Tíminn í vatninu sem nú stendur yfir í Listasmiðjunni í Breiðanesi í Reykjadal, verða flutt nokkur lög eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Frumflutt verður lagið Haustfjúk.

timinn-i-vatninu-2

Einnig verður á efnisskránni lag við ljóðið Dimmuborgir, er samið var sérstaklega fyrir opnun Tímans í vatninu í listhúsí Ófeigs í september. Flytjendur eru Margrét Hrafnsdóttir, söngur og Ave Sillaots, harmónikka.

 

Myndlistarsýninguna Tíminn í vatninu prýða olíu og vatnslitamyndir eftir Guðlaug Jón Bjarnason með mótífum úr Mývatnssveit þar sem Jakobína Sigurðardóttir bjó lengst æfi sinnar.

Tónleikarnir hefjast kl 16:00 laugardaginn 3. desember í Listasmiðjunni í Breiðanesi