Tónleikar og fleira í Bárðardal.

0
186

Í Kiðagili í Bárðardal er mikið um að vera í sumar.  Alla daga er þar tekið vel á móti ferðamönnum bæði í mat og gistingu. Á matseðlinum eru margir spennandi réttir þar sem ýmis hráefni úr héraðinu eru notuð. Má þar nefna bleikju úr Svartárvatni, reyktan silung úr Svartárkoti með túnfíflahunangi, Afdalakrydd úr Bárðdælskum jurtum, bláberjaís, krækiberjaostaköku og grasöl ásamt ýmsu fleiru. Það eru glæsileg kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl.14:00, þar sem hægt er að fá mikið úrval af heimabökuðum kræsingum.
Um þessar mundir er myndlistarsýning Sighvats Karlssonar sóknarprests á Húsavík. Sighvatur sýnir olíumálverk sem flest eru máluð á undanförnum árum með Winston og Newton Artist litum. Hægt er að kynna sér listamanninn og skoða myndir á facebook síðu hans.

Kiðagil
Kiðagil

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudagskvöldið 24. júní verða Tónleikar með Hundi í óskilum í
Kiðagili og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. Miðaverð er 2000 kr. Þetta skemmtun sem engin má missa af.

 

Hundur í óskilum eru, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen
Hundur í óskilum eru, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen.

 

 

 

 

 

 

 

frá tónleikunum í fyrra.
frá tónleikunum í fyrra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar eru frá Magnúsi Skarphéðinssyni Hótelstjóra, matreiðslumanni, bakara, þjóni, næturverði og bónda.