Tónkvíslin verður annað kvöld

0
140

Nú styttist óðum í Tónkvíslina 2015 en hún verður annað kvöld, 28. febrúar, klukkan 19:30 en húsið opnar klukkan 18:45. Síðustu daga hefur undirbúningur verið á fullu og mikið er búið að gerast í íþróttahúsinu.

Tónkvísl 2015 1
Mynd frá uppsetningu á sviðinu

Á miðvikudag var sviðið er sett upp og í gær kom ljósa- og hljóðbúnaðurinn í hús og allt er að smella saman. Í dag er hljómsveitin mætt í húsið og æfingar standa yfir.

Við hvetjum enn og aftur alla til að mæta annað kvöld að verað vitni af þessari snilld, segir í fréttatilkynningu.