Tónkvíslin verður 1. mars

0
132

Hin árlega söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, Tónkvíslin, verður haldin laugardagskvöldið 1. mars 2014 í íþróttahúsinu á Laugum. Í ár verður hún stærri en nokkru sinni fyrr.

tónkvísl 2014

Undirbúningur keppninnar er kominn í fullan gang og fjöldi nemenda búinn að skrá atriði í keppnina, bæði framhaldsskólanemendur sem og grunnskólanemendur í grenndinni sem, að vana, er einnig boðið að taka þátt.

Húsið opnar 18:30 og mun keppnin hefjast klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má skoða kynningarmyndband um Tónkvíslina 2014