Tónkvíslin 2013 verður á laugardag

0
73

Hin árlega Tónkvísl, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, verður haldin í íþróttahúsinu á Laugum nk. laugardag kl 19:30.  Á Tónkvísl er framlag Framhaldsskólans á Laugum valið, fyrir söngvakeppni Framhaldsskólanna í ár. Einnig er sérstök söngvakeppni milli grunnskólanna í Þingeyjarsýslu og hefur hún ekki síður verið vinsæl meðal grunnskólanemenda í sýslunni. Keppnin undanfarin ár hefur verið stórglæsileg og er Tónkvíslin í ár sú stærsta frá upphafi því 29 söngatriði, frá 7 skólum, eru á dagskrá núna.

Tónkvísl 2013
Tónkvísl 2013

Framhaldsskólinn á Tröllaskaga tekur nú í fyrsta skipti þátt í Tónkvíslinni og eru þrjú söngatriði frá skólanum.

10 söngatriði eru frá Framhaldsskólanum á Laugum,
3 frá Þingeyjarskóla,
7 frá Borgarhólsskóla,
2 frá Grunnskólanum á Þórshöfn,
2 frá Vopnafjarðarskóla og
2 frá Reykjahlíðarskóla.
Vegleg verðlaun er veitt fyrir þrjú efstu sætin í grunnskólakeppninni og í Framhaldsskólakeppninni.
Aðgangseyrir er krónur 1000 fyrir grunnskólanemendur og félagsmenn NFL en 2000 krónur fyrir fullorðna.