Tom Cruise heillaður af Íslandi

0
148

 

Leikarinn Tom Cruise fer fögrum orðum um náttúru Íslands og sumarbirtu í stuttu myndbandi sem búið er að birta á youtube.com um gerð kvikmyndarinnar Oblivion sem var tekin að hluta til í Mývatnssveit í fyrrasumar og var heimsfrumsýnd 26. mars sl. í Buenos Aires í Argentínu.

Tom Cruise í Hrossaborg. Skjáskot úr myndbandinu.
Tom Cruise í Hrossaborg. Skjáskot úr myndbandinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Cruise segir að hann hafi hlakkað mikið til að fara til Íslands og stóð landið undir væntingum, Cruise er augljóslega heillaður af sumarbirtunni og landslaginu. Leikstjóri myndarinnar, Joeseph Kosinski, fer einnig fögrum orðum um landslagið og sumarbirtuna. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 12. apríl