Tökur á erlendri kvikmynd á Húsavík og nágrenni – Aukaleikarar óskast

Líklega vegna Eurovisionmyndar Will Ferrels

0
1924

Eskimo Casting leitar að aukaleikurum sem hafa áhuga á að vera aukaleikarar í stóru erlendur kvikmyndaverkefni á Húsavík og nágrenni dagana 10-16 október nk. Líklegt verður að teljast að verið sé að leita að fólki til að leika í Eurovisionmynd Will Ferrel sem taka á að hluta til á Húsavík og nágrenni.

Í tilkynningu frá Eskimo Casting segir að leitað sé að alls konar fólki á öllum aldri (8 ára-80 ára eða um það bil) sem hafa áhuga á að vera aukaleikarar í stóru erlendu kvikmyndaverkefni. Verkefnið verður í tökum 10–16. október á Húsavík og allir sem sækja um þurfa helst að geta gert sig lausa/n þá daga, einn, tvo eða þrjá, sem eru á því tímabili. En við viljum líka heyra frá þeim sem eru eingöngu lausir hluta af dögunum.

Einnig leitum við að vönum áhugaleikurum eða leikurum fyrir nokkur smá hlutverk;
Strák á aldrinum 7-9 (um það bil)
Strák á aldrinun 13-15 ára (um það bil), og ekki er verra að hann kynni eitthvað á bassagítar
Karlmanni (sjómanni) 40–70 ára (um það bil) sem kann að slægja fisk.
Karlmanni 55-75 ára (um það bil) sem kann á trommur,
Karlmanni 65+ sem kann á harmonikku
Konu 25-60 ára (um það bil)
Karlmanni 45-70 ára (um það bil) sem kann að rýja kindur (helst alvöru bónda)
Karlmanni og kvenmanni (eiga að leika hjón) um 65-80 ára, þurfa ekki að vera hjón í raunveruleikanum.

Við hvetjum fólk til þess að láta orðið berast og deila auglýsingunni. Greiðsla fyrir þátttöku er að sjálfsögðu í boði.

Áhugasamir sendi okkur tölvupóst með nýlegri mynd, kennitölu, símanúmeri, við hvað þið starfið ásamt leikreynslu, eigi það við. Takið einnig fram hvaða daga þið eruð laus.
Sendist á : casting@eskimo.is – subject/efni : HÚSAVÍK

Samkvæmt erlendum miðlum mun fyrrverandi James Bond leikarinn Pierce Brosnan leika i myndinni og Rachel McAdams auk Will Ferrels, en myndin er framleidd fyrir Netflix.