Tökum á Fast 8 lokið á Mývatni – Bílafloti á Laugum

0
185

Tökum á Fast 8 er nú lokið á ísnum á Mývatni en þær hafa staðið þar yfir sl. vikur. Miklir flutningar á búnaði og bílum suður á Akranes, hafa staðið yfir undanfarna daga og hafa flutningarnir vakið talsverða athygli enda ekki algeng sjón að sjá stóra ameríska trukka á íslenskum vegum. Tökur eru hafnar á Akranesi og hafa þær vakið mikla athygli þar rétt eins og í Mývatnsveit.

Trukkarnir við Dalakofann í gær
Trukkarnir við Dalakofann í gær

Tíðindamaður 641.is var staddur við Dalakofann á Laugum í gær þegar ökumenn á fjórum trukkum stoppuðu þar í dágóða stund til þess að fá sér staðgóða máltíð hjá Halla Bó.

Sum ökutækin voru nokkuð skemmd og svo virtist sem einhver þeirra hefðu lent í mikilli kúlnahríð. Þrjú ökutæki voru á hverjum trukki fyrir sig og vöktu þau óskipta athygli ferðalanga og heimafólks, sem mynduðu herlegheitin í bak og fyrir.

Tíðindamaður 641.is lét sitt ekki eftir liggja í þeim efnum.

Annar af tveim lamborghini bílum á Laugum í gær
Annar af tveim Lamborghini bílum á Laugum í gær
Þessi Dodge Charger hefur lent í kúlnahríð
Þessi Dodge Charger hefur lent í kúlnahríð
Herjeppi með eldflauga skotpall
Herjeppi með eldflauga skotpall
Þessi Charger hefur fengið að finna fyrir því
Þessi Charger hefur fengið að finna fyrir því.
Lagt af af stað frá Laugum
Lagt af af stað frá Laugum.