Tjón af völdum hamfaraveðurs.

0
64

Á næstu dögum mun Búgarður skila til Bjargráðasjóðs upplýsingum um tjón af völdum hamfaraveðurs sem gekk fyrir Norðurland 10. og 11. septmber sl. Ráðunautar hafa verið í sambandi við stóran hóp þeirra sem urðu fyrir tjóni en enn kann að vera að upplýsingar vanti frá nokkrum aðilum.

Þeim sem hafa orðið fyrir tjóni á fjárstofni, nautgripum, girðingum og öðru því sem kann að snúa að Bjargráðasjóði, er bent á að hafa samband við Maríu Svanþrúði (msj@bondi.is ) eða Vigni (vignir@bugardur.is)  sem allra fyrst og ekki síðar en þriðjudaginn 30. október.