Titringur í sveitarstjórn vegna bloggfærslu og myndar

0
78

Titrings hefur gætt innan sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar vegna bloggfærslu Ástu Svavarsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa frá því í desember sl. sem ber yfirskriftina Formleg uppgjöf. Úrdráttur úr blogginu rataði á síður Akureyri Vikublaðs í liðinni viku og í gær var svo birt athugasemd í blaðinu vegna greinarinnar frá Hörpu Þ Hólmgrímsdóttur skólastjóra Þingeyjarskóla og Ólínu Arnkelsdóttur oddvita Þingeyjarsveitar.

Ásta Svavarsdóttir
Ásta Svavarsdóttir

Í athugasemd þeirra við umfjöllun Akureyri Vikublaðs segjast þær harma upplifun og tilfinningar Ástu Svavarsdóttur gagnvart hennar gamla vinnustað. Einnig telur oddviti Þingeyjarsveitar að notkun Ástu á merki Þingeyjarsveitar í umræddri bloggfærslu óviðeigandi, ekki síst af starfandi sveitarstjórnarmanni.

 

Í bloggfærslu Ástu er rakin hennar upplifun af því hvernig það var að starfa sem kennari við Hafralækjarskóla og sérkennari við meðferðarheimilið í Árbót meðan það var í rekstri. Einnig fjallaði hún um málarekstur Gróu Hreinsdóttur, en eins og kunnugt er var Þingeyjarsveit dæmd til greiðslu skaðabóta og málskostnaðar vegna ólögmætrar ráðningar deildarstjóra við tónlistardeild Hafralækjarskóla fyrir nokkrum árum, en þá var gegnið framhjá Gróu og annar ráðin í starfið. Ásta gagnrýndi líka meðferð skólayfirvalda á alvarlegu eineltismáli sem upp kom í Hafralækjarskóla og taldi að því hefði verið stungið undir stól.

Í lok bloggfærslunnar rekur Ásta ástæður þess að henni var sagt upp við Hafralækjarskóla eftir fjögur og hálft ár í starfi. Í rökstuðningunum við uppsögnina var sagt að fækkun nemenda væri megin ástæðan og að einnig hefði verið litið til “hæfni” Ástu.

Í dag birti Ásta færslu á blogginu sínu þar sem hún segir ma.

vandinn fólst ekki í því að hætta í vinnunni. Hann fólst í því að vera í vinnunni. Uppsögnin var eitt af því besta sem fyrir mig kom á þessum vinnustað. Mér finnst alveg yndislegt að sjá þennan afdráttarlausa stuðning oddvitans við embættismanninn jafnvel þótt að honum hafi orðið pínu á. Útsvarsgreiðendur borga bara þann reikning

Hér má sjá myndina sem Ásta birti á blogginu sínu í desember sl. sem oddviti Þingeyjarsveitar vísar til hér að ofan.

Þingeyjarsveit - Ásta
Við útilokum þau sem hugnast okkur ekki.