Tilkynning frá umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla

0
81

Eins og kom fram á vormánuðum síðasta árs fengu nemendur Stórutjarnaskóla nafnbótina Varðliðar umhverfisins 2012 fyrir vinnu sína við umhverfisþing skólans. Nú líður að næsta þingi sem verður þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl 13:10 – 15:15. Þá munu nemendur kynna niðurstöður fæðuviðhorfskannana foreldra og nemenda sem framkvæmdar var á haustmisserinu.

Stórutjarnaskóli
Stórutjarnaskóli

Haldin verður kynning á ferli matarafganga til moldar en verið er að taka í notkun nýja moltutunnu við skólann.

Síðast en ekki síst kemur umhverfissálfræðingur að sunnan, Páll Jakob Líndal sem mun fræða viðstadda um tengsl umhverfis- og geðheilsu m.m. og tengja við ákveðna staði í umhverfi íbúa á skólasvæðinu.
Vonandi kemur þetta til með að vekja áhuga en íbúar nær og fjær eru sérstaklega velkomnir í Stórutjarnaskóla þennan dagpart.
Nefndin