Tilkynning frá Þingeyjarsveit

0
102

Vegna fullyrðingar sem fram kom í bloggi Ástu Svavarsdóttur um að bréfi sem foreldri sendi er varðar eineltismál hafi verið stungið undir stól þá óskaði ég eftir upplýsingum frá Ástu um málið.  Samkvæmt þeim upplýsingum get ég staðfest að um er að ræða bréf sem sent var á sveitarstjóra og formann fræðslunefndar.

logo Þingeyjarsveit

Bréfaritara var svarað og í framhaldinu funduðu sveitarstjóri og formaður fræðslunefndar með viðkomandi skólastjóra og málið fór í eðlilegan farveg.

Málið verður ekki rætt frekar af okkar hálfu opinberlega.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar