Tilkynning frá kjörstjórn Þingeyjarsveitar

0
49

Í tilkynning frá kjörstjórn Þingeyjarsveitar, sem borist hefur 641.is, segir frá því að á fundi kjörstjórnar Þingeyjarsveitar laugardaginn 10. maí bárust kjörstjórn tveir framboðslistar og voru þeir báðir samþykktir.

logo Þingeyjarsveit

 

Annars vegar var það framboðslisti  Samstöðu, sem fær listabókstafinn A og hinsvegar listi Sveitunga, sem fær listabókstafinn T.

Kosið verður í Ljósvetningabúð laugardaginn 31 maí og opnar kjörstaður kl. 10:00 árdegis.

Nánar auglýst síðar.

Kjörstjórn Þingeyjarsveitar.