Til foreldra og forráðamanna barna í Þingeyjarskóla

0
58

Stjórnir foreldrafélaga Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla vilja hvetja ALLA foreldra að mæta á hugarflugsfund sveitarstjórnar um „Skólastefnu Þingeyjarsveitar“ í Litlulaugaskóla þriðjudagskvöldið 12. febrúar kl. 20:30. Þetta er málefni sem skiptir miklu máli upp á framtíð barna okkar – látum í okkur heyra – látum okkur þetta varða !

logo Þingeyjarsveit

Jafnframt tilkynnum við hér með að haldinn verður sameiginlegur foreldrafundur þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20:30 í Hafralækjarskóla.

 

Þar munum við m.a. ræða framtíðarsýn í sameiningarmálum í sveitarfélaginu , fyrirhugaðar sameiginlegar skemmtanir skólanna og hugmynd að sameiningu foreldrafélaga skólastöðvanna næsta haust.
Mætum með jákvæðum huga og bjartsýni í brjósti. Gerum vel fyrir framtíð barna okkar.
Sjáumst hress!
Stjórnir Foreldrafélags Litlu-Laugaskóla og Foreldrafélags Hafralækjarskóla.