Þröstur ráðinn sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

0
553

Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Þröstur er Þingeyingur  uppalinn á Húsavík. Hann hefur nýverið látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Dögun ehf., rækjuvinnslu og útgerð á Sauðárkróki eftir 10 ára starf, þar áður var hann útibússtjóri Landsbanka Íslands  í 15 ár, fyrst á Kópaskeri og síðan á Sauðárkróki. Frá þessu er sagt á Grenivík.is

og þröstur Friðfinnsson
Fjóla Stefánsdóttir og þröstur Friðfinnsson

Aðspurður  segir Þröstur að það sé honum mikill heiður en jafnframt áskorun að setjast í stól Guðnýjar Sverrisdóttur, sem hefur skilað svo frábæru verki að eftir hefur verið tekið. Þá líst mér sérlega vel á að vinna með sveitarstjórninni, þar sýnist mér vera mjög hæft og áhugasamt fólk sem segir nokkuð um íbúana almennt. Við hlökkum til að koma á staðinn og kynnast þeim öllum segir Þröstur. Kona hans heitir Elín Sigurðardóttir og með þeim flytur 12 ára sonur þeirra, Friðfinnur. “Við bjóðum þau velkomin í sveitarfélagið og hlökkum til samstarfsins”, segir á vef Grýtubakkahrepps.

 

 

21 umsækjandi var um starf sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, þeir eru:  Aðalsteinn J. Halldórsson, Alma Oddgeirsdóttir,  Auðunn Bjarni Ólafsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Bjarni Arason,  Björn Sigurður Lárusson, Einar Kristján Jónsson, Elías Jakob Bjarnason, Gunnar Kristinn Þórðarson, Heimir Gunnarsson, Helga Jónsdóttir, Hjalti Páll Þórarinsson,  Hólmar Örn Finnsson,  Jón Pálsson, Jónas Vigfússon, Magnús Már Þorvaldsson,  Marta Birna Baldursdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Óskar Steingrímsson, Tryggvi Þór Gunnarsson og Þröstur Friðfinnsson.