Þann 10. september árið 2012 gekk mikið hamfarveður yfir Norðurland, oft nefnt September-óveðrið, með mikilli úrkomu á láglendi og snjókomu í innsveitum og til fjalla með þeim afleiðingum að hátt á fjórða þúsund fjár féll í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Mjög margir raflínustaurar brotnuðu í Mývatnssveit og víðar í Þingeyjarsýslu, með tilheyrandi rafmagnsleysi.

Í dag eru slétt þrjú ár liðin og veðurfarið í dag og undanfarna daga er gerólíkt því sem Þingeyingar fengu að reyna fyrir þremur árum síðan.
Hér fyrir neðan eru rifjaðar upp fréttir af óveðrinu 10. september árið 2012.

