Þrettándagleði í Ljósvetningabúð

0
131

UMF. Gaman og Alvara stendur fyrir þrettándagleði Föstudagskvöldið 6. janúar kl. 20.30 í Ljósvetningabúð, (með fyrirvara um veður og færð ) og hefst á flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Þingeyjar.


Eins og venjulega kemur hver með brauð/köku og leggur á sameiginlegt hlaðborð. Í boði verður kaffi, te og djús.
Spilað verður Bingó, spjaldið kostar 500 kr.
Veitt er viðurkenning fyrir snyrtilegasta lögbýlið.
Krakkar, munið smákökusamkeppnina.

Allir velkomnir.
Umf. Gaman og Alvara