Þrettándagleði hjá Gaman og Alvara.

0
157

Ungmennafélagið  Gaman og Alvara hélt sína árvissu Þrettándagleði að kvöldi 5.janúar í Ljósvetningabúð. Þessi þrettándagleði á sér langa sögu og hefur verið haldin lengur en elstu menn muna. Hér áður fyrr kom fólk úr nærsveitunum gangandi á skíðum eða ríðandi hestum, til að taka þátt í gleðinni, en þá voru samkomur fátíðari enn nú er.

Það var Björgunarsveitin Þingey sem skemmti gestum með fallegri flugeldasýningu, var þeim klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Þá er það til siðs að gestir koma með veitingar og allir leggja á sameiginlegt hlaðborð, það var glæsilegt yfir að líta og fjölbreytt, ungmennafélagið leggur til kaffi, mjólk og djús. Hefðbundnir liðir eru líka smákökusamkeppni barna og val á snyrtilegasta lögbýlinu.

flugeldasýning
flugeldasýning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

glæsilegt veislu-hlaðborð
glæsilegt
veislu-hlaðborð

 

 

 

 

 

 

 

 

Í smákökusamkeppninni koma börn með sínar uppáhalds kökur að heiman og dómnefnd velur bestu kökurnar, sigurvegari var Anton Karl Kristjánsson frá Árlandi, hann fékk farandgrip sem er risastórt kökukefli, á keflið er ritað nafn þess sem vinnur hverju sinni, fyrsta nafnið er skrifað árið1993.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið hlutu þau Sverrir Ingólfsson og Guðrún Petrea Gunnarsdóttir í Lækjarfelli, fyrir snyrtimennsku við Samgönguminjasafnið. Farandgripurinn er stór útskorin mynd,  eftir Friðgeir heitinn Jónsson frá Ystafelli.

Sverrir Ingólfsson með myndina.
Sverrir Ingólfsson með myndina.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá var spilað Bingó, fjöldi vinninga var í boði, og eins og gengur eru menn misheppnir en vinningar skiptust þó ágætlega á milli borða.

Systurnar frá Vatnsenda voru heppnar og ánægðar með sína vinninga.
Systurnar frá Vatnsenda voru heppnar og ánægðar með sína vinninga.

 

 

 

 

 

 

 

séð yfir salinn í Ljósvetningabúð
séð yfir salinn í Ljósvetningabúð