Þorsteinn með gull í langstökki á Smáþjóðaleikunum

Tvöfaldur sigur í langstökki

0
546

Bárðdælingurinn Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppni Smáþjóðaleikanna í San Marínó í gær með stökki upp á 7,54 metra.

Kristinn Torfason varð í öðru sæti með stökki upp á 7,42m og Matthaios Voldu frá Kýpur varð þriðji, en hann stökk 7,19 metra. Úrslit í langstökki.

Tveir Bárðdælingar á leikunum

Þorsteinn Ingvarsson og Tryggvi Snær Hlinason eru báðir úr Bárðardal og verður það að teljast nokkuð gott að tveir Bárðdælingar keppi fyrir Íslands höns á Smjáþóðaleikunum.

Þorsteinn hefur áður keppt á Smáþjóðaleikunum en Tryggvi Snær er að keppa í fyrsta sinn.

Vefur Smáþjóðaleikanna