Þorsteinn Aðalsteinsson er íþróttamaður ársins 2012 hjá Eflingu

0
246

Efling hefur tilnefnt Þorstein Aðalsteinsson sem íþróttamann ársins 2012. Þorsteinn náði ótrúlegum árangri í Bogfimi á síðasta ári þegar hann varð Íslandsmeistari innanhúss aðeins örfáum mánuðum eftir að hann byrjaði að stunda greinina. Árangurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að á leið sinni að titlinum sló hann út í 4ja manna úrslitum Íslandsmeistann frá 2011 og í úrslitum Íslandsmethafann í greininni.

Þorsteinn Aðalsteinsson Íslandsmeistari í bogfimi.
Þorsteinn Aðalsteinsson Íslandsmeistari í bogfimi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn átti mjög gott ár og var duglegur að taka þátt í mótum. Auk þess að vinna Íslandsmótið innandyra, endaði hann m.a. í 2. sæti á sterku móti á Akureyri og var í 3. sæti á fyrsta Íslandsmótinu í Bogfimi utandyra sem var einmitt haldið á heimavelli Eflingar Laugum í júní 2012.

Árangur Þorsteins er ótrúlegur ekki síst þegar horft er til þess að Bogfimideild Eflingar var einungis stofnuð um haustið 2011 og Þorsteinn keypti sér boga og byrjaði að æfa fyrir alvöru í desember sama ár. Í lok mars 2012 var hann síðan orðinn fyrsti Íslandsmeistari Eflingar í bogfimi sem verður að teljast frábær árangur.

Þótt bogfimi sé ekki fjölmennasta íþrótt á Íslandi þá má ekki gleyma því að íþróttin hefur verið stunduð hér á landi í mörg ár og margir keppendur hafa því stundað íþróttina mun lengur en Þorsteinn og jafnvel í mörg ár. Auk þess hefur uppgangur íþróttarinnar verið hraður á seinni árum og er íþróttin nú orðin mjög aðgengileg fyrir almenning sem vilja prófa að skjóta af boga.

Efling óskar Þorsteini innilega til hamingjum með góðan árangur á árinu 2012 og er hann vel að titlinum kominn.