Þorskroð notað í trommur.

0
128

Á meðan á verkfalli tónlistarkennara stóð, var Marika Alavera deildarstjóri og tónlistarkennari í Stórutjarnaskóla, að glugga í nýja hugmyndabók, ætlaða 3. og 4.bekk, sem nefnist Tónlist og Afríka. Í bókinni er fræðsla um afríska tónlist, henni fylgir cd diskur með tónlist, hermi og hreyfisöngvum. ,,Afrísk tónlist er svo skemmtileg, takturinn grípur krakkana og allir brosa sagði Marika,,.

Í Afrískri tónlist eru trommur mjög áberandi, notuð eru allskonar dýraskinn. Í bókinni eru hugmyndir hvernig kennari getur látið nemendur búa til sínar eigin trommur úr niðursuðudósum og skinni, t.d. geitaskinn eða roði. Marika sem er bæði drífandi og dugleg, kom að málið við eldhúskonur eftir verkfall og sagði frá hugmyndinni, Guðbjörg Jónsdóttir taldi lítið mál að redda henni roði, og alltaf fellur eitthvað til af niðursuðudósum. Í fyrstu viku desember byrjuðu svo nemendurnir og Marika að vinna með þorskroð og niðursuðudósir. Roðið er klippt til og lagt yfir dósina og spotti bundinn um. Á meðan roðið er blautt er það svolítið teygjanlegt en þegar það þornar verður það hart og strekkist vel á dósinni. Þetta er bæði fljótleg og einföld hljóðfærasmíð.  Fyrstu myndirnar eru teknar í desemberbyrjun en sú síðasta í dag.

blautt þorskroð og dósir.
Ilmandi blautt þorskroð og dósir.

 

 

 

 

 

 

 

 

sýnikennsla og pælingar
sýnikennsla og pælingar

 

 

 

 

 

 

 

allar stærðir af trommum
allar stærðir af trommum

 

 

 

 

 

 

 

samvinna
samvinna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

allir að vanda sig
allir að vanda sig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

,,svo var spilað og afrísk tónlist ómaði. Nemendur í 3. 4. og 5. bekk.
svo var spilað og afrísk tónlist ómaði. Nemendur í 3. 4. og 5. bekk.