Þorrinn gekk í garð í dag á bóndadegi og þorrablótavertíðin er að hefjast. Mývetningar blóta þorra í Skjólbrekku á laugardagskvöld og það gera einnig Bárðdælingar í Kiðagili og Tjörnesingar í Sólvangi.
Laugardaginn 28. janúar fer þorrablót Reykdælinga fram á Breiðumýri og Fnjóskdælir blóta einnig þorra sama kvöld í Stórutjarnaskóla.
Aðaldælingar halda sitt þorrablót í Ýdölum laugardaginn 4. febrúar og Kinnungar í Ljósvetningabúð laugardaginn 11. ferbrúar.
Þorrablótið í Reykjahverfi er einnig fyrirhugað 11. febrúar í Heiðarbæ.