Þorrinn er genginn í garð í dag á Bóndadegi og þorrablótavertíðin er að hefjast. Mývetningar blóta þorra í Skjólbrekku á laugardagskvöld og það gera einnig Bárðdælingar í Kiðagili og Tjörnesingar í Sólvangi.

Laugardaginn 30. janúar fer þorrablót Aðaldæla fram í Ýdölum og Fnjóskdælir blóta einnig þorra sama kvöld í Stórutjarnaskóla.
Reykdælir halda sitt þorrablóta á Breiðumýri laugardaginn 6. febrúar og Kinnungar í Ljósvetningabúð laugardaginn 13. ferbrúar.
641.is er ekki kunnugt um hvenær þorrablótið í Reykjahverfi fer fram.
Uppfært kl 15:00. Þorrablót í Reykjahverfi er ráðgert 13 febrúar í Hlíðarbæ