Þorrablót Ljósvetninga

0
289

Þorrablót Ljósvetninga var haldið laugardagskvöldið 7. febrúar. Vel var mætt til vinafundar eins og venjulega. Formaður þorrablótsnefndar Marika Alavere setti blótið, Baldvin Kristinn Baldvinsson ( Diddi ) stjórnaði fjöldasöng af mikilli röggsemi, var fjörugur á sviðinu, hvatti söngfólk áfram með klappi og stappi, en samkoman hófst á viðeigandi hátt, þegar allir risu úr sætum og sungu ,,Vel er mætt,,.

Skemmtiatriðin hófust á því að yngra fólkið í þorrablótsnefndinni var á facebook, í spjaldtölvum eða snjallsímum, en Diddi reyndi að senda sms með gömlum handsnúnum sveitasíma, en Villi á Rauðá sem er mikið ,,tæknitröll,, sagði honum að þetta væri ekki hægt, og sagði honum að nota glerplötuna sem hann væri með í vasanum, og auðvitað átti Diddi þennan fína síma en lét sem hann kynni ekkert á tækið.

Skemmtidagskráin var öll mjög skemmtileg, mjög vel samin og flutt.

Eftir að skemmtidagskrá lauk lék hljómsveitin Sérsveitin fyrir dansi og hélt uppi gríðarlegu stuði.

Eldhress þorrablótsnefnd: Eiður Jónsson, Birna Davíðsdóttir, Vilhjálmur Grímsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Baldvin Kr. Baldvinsson og fremst er Marika Alavere.
Eldhress þorrablótsnefnd: Eiður Jónsson, Birna Davíðsdóttir, Vilhjálmur Grímsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Baldvin Kr. Baldvinsson og fremst er Marika Alavere.

 

 

 

 

þröngt mega sáttir sitja
þröngt mega sáttir sitja

 

 

 

 

Maður er manns gaman
Maður er manns gaman

 

 

 

 

bræður, feðgar og frændur
bræður, feðgar og frændur

 

 

 

 

glatt á hjalla
glatt á hjalla

 

 

 

 

 

borðin nánast svigna undan kræsingunum
borðin nánast svigna undan kræsingunum