Þorrablót Hafralækjarskóla

0
90

Þorrablót Hafralækjarskóla var haldið fimmtudagskvöldið 22.febrúar og svignuðu borð undan kræsingum. Þarna voru foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og vandamenn ásamt nemendum og starfsfólki skólans á góðri skemmtun, enda léku nemendur miðstigs valin atriði úr Laxdælu, mikið var sungið og leikið á hljóðfæri.

Litli kórinn
Litli kórinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorrablótið er árlegur viðburður í skólastarfinu og hefur verið í áratugi og gefst nemendum þá jafnan tækifæri til þess að sýna eitthvað af því sem verið er að gera í náminu, stíga á svið og leika listir. Að borðhaldi loknu var stiginn dans og voru allir ánægðir með kvöldið.

Nikkurnar þandar
Nikkurnar þandar.
Miðstig
Miðstig.

Söngkonur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Texti og myndir Atli Vigfússon.