Þorrablót / Góugleði Bárðdælinga

0
165

Þorrablót /Góugleði Bárðdælinga var haldið laugardagskvöldið 28. febrúar. Veður var ágætt og Bárðdælingar fjölmenntu ásamt gestum sínum samkvæmt venju, trogin voru yfirfull af heimareyktu hangikjöti, sviðum, súrsuðu góðgæti, rúgbrauð, flatbrauð, laufabrauð og soðið brauð, harðfiskur, hákarl og allt þetta hefðbundna, en einnig sást þarna kjúklingur og skötustappa.

Þorrablótsnefndin fór algerlega á kostum, og er það mál manna að þetta hafi verið einhver þau alskemmtilegustu skemmtiatriði sem sést hafi lengi. Bárdælingar tóku verulega vel á því í fjöldasöng eins og svo oft áður og var alveg rífandi stemning í salnum. Hljómsveit Birgis Arasonar lék fyrir dansi langt fram á nótt.

þorrablótsnefndin: Garðar, Kristín, Erlingur, Ragnar, Magnús, Jónas, Baldur og Sigríður.
þorrablótsnefndin: Garðar, Kristín, Erlingur, Ragnar, Magnús, Jónas, Baldur og Sigríður.

 

 

 

 

 

fólk að koma sér fyrir, rétt áður en Blót var sett.
fólk að koma sér fyrir, rétt áður en Blót var sett.

 

 

 

 

þröngt mega sáttir sitja.
þröngt mega sáttir sitja.

 

 

 

 

 

 

Guðrún á Mýri og Tryggvi á Engi, eldhress eins og alltaf.
Guðrún á Mýri og Tryggvi á Engi, eldhress eins og alltaf.

 

 

 

 

 

Sigurður bóndi á Lækjavöllum ásamt gestunum Sigga og Siggu.
Sigurður bóndi á Lækjavöllum ásamt gestunum Sigga og Siggu.