Þorrablót Bárðdælinga – Myndband

0
826

Eitt af fjölmörgum myndböndunum sem sýnd voru á Þorrablóti Bárðdælinga er komið inn á youtube.com. Myndbandið er Bárðdælsk útgáfa af myndbandi Miley Cyrus “Wrecking Ball” sem notið hefur mikilla vinsælda.

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Myndbandið fjallar um þau áform Bárðdælinga, sem farið hafa leynt, að breyta verulega legu Vaðlaheiðarganga og grafa þau alla leið í Bárðardal. Gangamunni verður við Halldórsstaði og síðan verða grafin auka-göng undir Skjálfandafljót á móts við Lundarbrekku.

Sjá má myndbandið hér fyrir neðan.

Textann við lagið samdi Guðrún Tryggvadóttir. Heiðrún og Sigurlína Tryggvadætur tóku upp.
Magnús Skarphéðinsson klippti.
Sigurlína leikstýrði.
Sandra Sif Agnarsdóttir og Magnús sungu.