Þórarinn gefur kost á sér aftur

0
143

Þórarinn Ingi Pétursson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til endurkjörs á aðalfundi samtakanna í næstu viku.

Þórarinn Ingi Pétursson
Þórarinn Ingi Pétursson

 

Í fyrra voru samþykkt ný lög LS.  Samkvæmt ákvæðum þeirra þarf að kjósa alla stjórn samtakanna á komandi aðalfundi þ.e. formann, fjóra fulltrúa í aðalstjórn og þrjá fulltrúa í varastjórn.

 

 

Formaður verður kjörinn til tveggja ára og tveir fulltrúar í aðalstjórn.  Hinir tveir aðalstjórnarmennirnir verða kjörnir til eins árs sem og varastjórnin. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til formanns eða til aðalstjórnar skulu tilkynna um framboð ekki síðar en á fyrri degi aðalfundar.  Berist ekkert framboð eða aðeins eitt verður kosið opinni kosningu og eru þá allir félagsmenn LS í kjöri.  Berist tvö eða fleiri framboð verður kosið bundinni kosningu milli þeirra sem tilkynnt hafa um framboð.  sauðfé.is