Þór og Vívaldi frá Torfunesi fá góða dóma á kynbótasýningu

Þór með 8,39 og Vívaldi með 8.30 í aðaleinkunn

0
497

Síðustu kynbótasýningum sumarsins er nú lokið og fórum við með tvo stóðhesta á sýninguna á Dalvík þar sem þeir fóru í hæfileikadóm í fyrradag og yfirlit í gær. Við fórum með þá Þór frá Torfunesi og Vívaldí frá Torfunesi og gekk það frábærlega en báðir hækkuðu sig mikið í hæfileikum og þar með aðaleinkunnina sína. Einnig var sýnd á Dalvík hryssa ræktuð af okkur, hún Kvik frá Torfunesi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Torfunesbúinu.

Þór frá Torfunesi

Þór frá Torfunesi IS2013166214 undan heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi og Kolskeggi frá Kjarnholtum I var fyrir með byggingareinkunnina 8.43 og fór í 8.36 fyrir hæfileika í gær og þar með fékk aðaleinkunnina 8.39 en hann fékk meðal annars 9 fyrir vilja og geðslag.

Þór er einstaklega fallegur og geðgóður hestur sem gaman verður að halda áfram að fylgjast með í framtíðinni. Knapi á Þór var Gísli Gíslason.

Vívaldi frá Torfunesi

Vívaldi frá Torfunesi IS2013166201 undan heiðursverðlaunahryssunni Röst frá Torfunesi og Trymbli frá Stóra-Ási var fyrir með byggingareinkunnina 8.59 og fór í 8.11 fyrir hæfileika í gær og þar með fékk aðaleinkunnina 8.30 en hann fékk meðal annars 9.5 fyrir skeið.

Vívaldi er afskaplega fallegur og geðgóður hestur en það verður einnig mjög gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Knapi á Vívaldi var Gísli Gíslason.

Kvik frá Torfunesi IS2010266205 undan Prelódíu frá Torfunesi og Markúsi frá Langholtsparti en hún var sýnd í fyrsta skipti í gær og hlaut þar byggingareinkunnina 8.12, hæfileika einkunnina 7.48 og er því með í aðaleinkunn 7.74.

Kvik hlaut 9 fyrir meðal annars höfuð og háls/herða/bóga. Óskum eigendum hennar til hamingju með hryssuna.

Alls hafa þá 10 hross verið sýnd á þessi ári frá búinu og það gengið frábærlega, við erum alveg í skýjunum með þennan árangur og einnig mjög þakklát.

Okkur langar til þess að þakka öllum þeim sem komið hafa að þessum árangri okkar sem og hjálpað okkur á einn eða annan hátt.