Þjófarnir náðust

0
539

Óboðnu gestirnir sem fóru inn í hús í Kinninni náðust daginn eftir. Lögreglan getur ekki tjáð sig meira um málið að svo stöddu.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi Eystra hefur verið minna um svona atvik í sumar en fyrri sumur, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta atvik er það eina sem komið hefur inn á borð þeirra í sumar.

Lögreglan hvetur fólk til að læsa húsum ef það fer af bæ og tilkynna grunsamlegar mannaferðir til Neyðarlínu.  Lögreglan metur  slíkar tilkynningar mikils og bregst við þeim.  Þær geta síðan hjálpað í baráttunni við óprúttna aðila sem aka um landið í þeim tilgangi einum að brjótast inn og stela.

Lögreglan hvetur fólk einnig til að vera á varðbergi og skilja ekki hús eftir opin, verðmæti á áberandi stöðum og læsa bílum.