Íbúum í Kinninni brá heldur í brún í gærkvöldi þegar óboðnir gestir gengu í hús þeirra og stálu þaðan fjármunum. Enginn var í húsinu en fólk samt heima við svo ljóst að þjófarnir eru heldur bíræfnir. Fyrir vikið sást til þeirra og náðist númerið á bílnum. Þetta voru tveir karlmenn á hvítum bílaleigubíl með númerið AS-R68.
Sjái fólk til ferða mannanna og/eða bílsins látið lögreglu endilega vita.
Hafið varann á og læsið húsum ef þið bregðið ykkur af bæ.