Þýska sjónvarpsstöðin NDR (Norddeutscher Rundfunk) sem er sjálfstæð sjónvarpsstöð í norður-Þýskalandi, sýndi á dögunum stutta heimildamynd um Ísland. Í myndinni er í stuttu máli rakin saga sauðfjárræktar á Íslandi frá landnámi og haldið fram að án hennar hefðum við ekki getað lifað af í gegnum aldirnar.

Þýska sjónvarpsfólkið fór ma. í Hraunsrétt í Aðaldal og í myndinni er skýrt frá því hvernig þær fara fram og hvernig bændurnir fara að því að þekkja sitt fé. Talað er ma. við Sæþór Gunnsteinsson bónda í Presthvammi í myndinni. Einnig er sagt frá hörmungunum í fyrra, að margt fé hafi farist á fjalli en eitthvað hafi þraukað af í nokkurn tíma undir snjó. Svo er farið í mat að Presthvammi og Sæþór segir frá því að bærinn sé búinn að vera í hans ætt í fjórar kynslóðir. Hann og forfeður hans hafi aldrei orðið ríkir á sauðfjárrækt, en þeir hafi ávallt verið hamingjusamir og frjálsir.
Einnig er fjallað um heimildamyndina Hvell sem fjallar um Laxárdeiluna og skýrt frá deilunni í stuttu máli.
hér er hægt að skoða myndina og hefst umfjöllunin á 17 mínútu.