Þingeysk unglingasveit tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga

0
86

Þingeyska Skákfélagið Goðinn-Mátar sameinaðist Taflfélaginu Helli nýlega og ber nafnið Skákfélagið GM-Hellir. Félagið sendi níu keppnislið til keppni í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, fleiri en nokkurt annað félag, sem fór fram um helgina í Reykjavík. Þarf af voru tvær unglingasveitir og var önnur þeirra eingöngu skipuð unglingum úr Þingeyjarsýslu.

Bjarni Jón. Ari Rúnar, Eyþór Kári, Jón Aðalsteinn Jakub Pitor og Helgi James.
Bjarni Jón. Ari Rúnar, Eyþór Kári, Jón Aðalsteinn Jakub Pitor og Helgi James.

 

Unglingasveitin stóð sig með ágætum á mótinu og tókst þeim að landa nokkrum vinningum í þessari frumraun sinni. A-lið félagsins er sem stendur í öðru sæti á mótinu, en seinni hlutinn fer fram í feb-mars 2014.

Hið sameinaða skákfélag er stærsta skákfélag landsins eftir sameininguna með rúmlega 350 félagsmenn innanborðs.

Sjá má nánari fréttir af mótinu hér