Þingeyjarsveit – Tilboði Tengis vegna ljósleiðaralagningar tekið

0
150

Á 193 fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær, var tekin afstaða til tilboða sem bárust vegna ljósleiðaralagningar í Þingeyjarsveit. Eftirfarandi kemur fram í fundargerð:

Þingeyjarsveit stórtÞann 31. maí s.l. voru opnuð tilboð í ljósleiðaratenginu í Þingeyjarsveit. Tilboð bárust frá tveimur bjóðendum í leið B, frá Fjarskiptum hf. (Vodafone) að upphæð 204.250.000 og frá Tengi hf. að upphæð 180.340.000. Ekkert tilboð barst í leið A. Samkvæmt mati Ríkiskaupa er tilboð Tengis hf. gilt og uppfyllir hæfiskröfur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Tengis hf. og felur sveitarstjóra ásamt Árna Pétri Hilmarssyni og Ragnari Bjarnasyni að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli tilboðsins. Samþykkt að leysa upp starfshóp um ljósleiðaralagningu sem sveitarstjórn skipaði á fundi sínum þann 4.júní 2015 til þess að vinna að undirbúningi útboðs verkefnisins. Sveitarstjórn þakkar starfshópnum gott starf.

Einnig var samþykkt á fundinum að halda fjóra íbúafundi fyrir júnílok vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaralagningar. Fundartími og staðsetning verður auglýst í næstu viku. 193. fundur