Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur bjóða til hátíðar – og skemmtidagskrár á Laugum 1. desember

0
319

Þann 1. desember verður aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Framhaldsskólinn á Laugum varð einnig 30 ára núna í haust. Í tilefni af þessum afmælum bjóða sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit ásamt Framhaldsskólanum á Laugum til hátíðar- og skemmtidagskrár 1. desember kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Laugum.

Kynning á samkomunni verður Una María Óskarsdóttir varaþingmaður en hún ólst upp á Laugum.

Eftir dagskrána býður Laugaskóli viðstöddum í afmæliskaffi í Gamla skóla og frá 16:00 verður ókeypis í sundlaugina á Laugum í boði Þingeyjarsveitar.