Þingeyjarsveit neitar að birta starfslokasamning – Verður kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

0
127

Ásta Svavarsdóttir fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi og útsvarsgreiðandi í Þingeyjarsveit óskaði eftir því þann 18. maí sl. að fá afrit af starfslokasamningi þeim er gerður var í ferbrúar á þessu ári á milli Hörpu Þ. Hólmgrímsdóttur og Þingeyjarsveitar vegna starfsloka Hörpu við Þingeyjarskóla. Ástu barst svarbréf frá Þingeyjarsveit nýlega þar sem beiðninni var hafnað og var neitunin byggð á 5. grein upplýsingalaga nr. 50/1996.

Ásta Svavarsdóttir
Ásta Svavarsdóttir

 

 

Eins og fram kom í leiðara hér á 641.is neitaði Þingeyjarsveit einnig að skýra frá starfslokasamningnum þegar 641.is spurðist fyrir um hvernig honum væri háttað og hvort til stæði að birta hann á vef Þingeyjarsveitar. Var sú neitun byggð á sömu grein og nú er gert gagnvart Ástu.

 

 

 

Til stuðnings beiðninni vísaði Ásta í nefndarálit sem fylgdi upplýsingalögum nr. 50/1996; http://www.althingi.is/altext/120/s/0899.html sem og úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr.303/2009 http://ursk.forsaetisraduneyti.is/urskurdir/nr/3785 og úrskurð nr. 17/1997 http://ursk.forsaetisraduneyti.is/urskurdir/nr/54

Að sögn Ásta mun hún nú, í kjölfar þess að þingeyjarsveit neitar að verða við beiðni hennar um að birta starfslokasamninginn, senda inn formlega kæru til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál á næstu dögum til þess að fá starfslokasamninginn afhentann.