Útsvarslið Þingeyjarsveitar mætir liði Vestmannaeyjarbæjar í 16-liða úrslitum Útsvars í beinni á Rúv annað kvöld. Keppnin hefst kl 20:15 og reikna má með spennandi keppni.

Nú er að duga eða drepast fyrir lið Þingeyjarsveitar, þar sem sigurliðið fer áfram í 8-liða úrslit en tapliðið er úr leik.

Lið Þingeyjarsveitar vann lið Snæfellsbæjar nokkuð örugglega í 1. umferðinni í desember og vonast Þingeyingar að sjálfsögðu til þess að þeim Sigurbirni, Hönnu og Þorgrími takist að leggja harðsnúið lið Eyjamanna af velli annað kvöld.

Útsvarsvefur rúv