Þingeyjarsveit ber að afhenda starfslokasamning við fyrrverandi skólastjóra Þingeyjarskóla

0
293

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði 29. júlí sl. að Þingeyjarsveit beri að afhenda Ástu Svavarsdóttur, starfslokasamning sem gerður var af Þingeyjarsveit við fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla þann 25. febrúar 2015, en Þingeyjarsveit hafði áður synjað Ástu um það að sjá samninginn. Ásta kærði þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál 10. júní 2015.

Þingeyjarsveit stórt

Úrskurðarnefndin kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að Þingeyjarsveit hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu starfslokasamningsins við fyrrum skólastjóra Þingeyjarskóla.

Þingeyjarsveit hefur ekki enn afhent starfslokasamninginn en málið verður tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi sem fram fer á morgun.

Þá kemur í ljós hvort þessum úrskurði verður unað eða niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kærð.

Hér má sjá úrskurðinn í heild