Þingeyjarsveit auglýsir stöðu skólastjóra Þingeyjarskóla

0
219

Þingeyjarsveit hefur auglýst stöðu skólastjóra Þingeyjarskóla til umsóknar. Í auglýsingunni kemur ma. fram að nýr skólastjóri mun leiða uppbyggingu öflugs skólastarfs í samreknum grunn-, leik- og tónlistarskóla og að í starfinu felst ábyrgð á rekstri skólans og daglegu starfi og forysta um mótun faglegrar stefnu og framkvæmd hennar.

Þingeyjarsveit stærra

 

Í auglýsingunni segir einnig að sveitarfélagið leiti að einstaklingi sem hefur áhuga á að leiða lýðræðislegt, skapandi og sveigjanlegt skólastarf þar sem nám, vellíðan og þroski nemenda er í fyrirrúmi.

 

Lögð verði áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og námsumhverfi, vellíðan nemenda og starfsfólks, umbótastarf, starfsþróun og virk samskipti við foreldra og nærsamfélag.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars n.k. en sveitarfélagið er reiðubúið til viðræðna um vinnutíma og vinnuframlag fram til 1. júní.

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.

Sjá nánar hér