Þingeyjarsveit ályktar um stöðu sauðfjárbænda

0
368

Á 221. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarveitar var tekin til umræðu staða sauðfjárbænda í ljósi lækkunar afurðaverðs til þeirra.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun:

„Ljóst er að lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda muni koma illa niður á sauðfjárbændum í sveitarfélaginu. Í Þingeyjarsveit eru um 100 bú sem byggja afkomu sína m.a. á sauðfjárbúskap og fjöldi sauðfjár í sveitarfélaginu eru um 18.000.

Slík skerðing á tekj­um mun fyrst og fremst leiða til lækk­un­ar launa sauðfjár­bænda. Sveit­ar­stjórn Þingeyjarsveitar tel­ur að tæki­færi fel­ist í auk­inni sam­vinnu land­búnaðar og ferðaþjón­ustu sem hægt sé að nýta mun bet­ur en gert er í dag. Leggja þarf meiri áherslu á markaðssetn­ingu og vöruþróun inn­an­lands fyr­ir þann mikla fjölda ferðamanna sem sæk­ir Ísland heim. Sveit­ar­stjórn skor­ar á for­ystu­menn sauðfjár­bænda, slát­ur­leyf­is­hafa, ráðherra og ráðamenn þjóðar­inn­ar að finna framtíðarlausn á þess­um al­var­lega vanda sem steðjar að grein­inni.“

Fundargerð 221. fundar