Þingeyjarsveit – Áformum um að fækka dreifingardögum pósts mótmælt

0
87

Á 184. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldin var í dag, voru eftirfarandi mótmæli vegna áforma Íslandspósts um að fækka dreifingardögum á pósti í Þingeyjarsveit, samþykkt.

Pósturinn-logo-300x204

 

 

 

 

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mótmælir áformum um að fækka dreifidögum pósts í Þingeyjarsveit eins og lagt er til í drögum að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu og telur að ekki sé hægt að skerða póstþjónustu á þennan hátt fyrr en öllum landsmönnum verði tryggður góður aðgangur að interneti. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að pósti verði dreift sömu vikudaga allar vikur, að lágmarki þrisvar í viku, en áform eru um að að dreifa pósti aðra vikuna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og hina vikuna á þriðjudögum og fimmtudögum. Það mun leiða til ruglings og óvissu í einhverjum tilvikum, ekki síst fyrir útgáfuaðila fréttamiðla og dreifibréfa. Sveitarstjórn vekur athygli á að þessi markmið eru í furðulegri mótsögn við markaðssetningu fyrirtækisins á sér sem ábyrgur flutningsaðili.

 

Fundargerð 184. fundar