Þingeyjarsveit unir úrskurðinum

Afhendir starfslokasamninginn

0
137

Eins og sagt var frá hér á 641.is í gær úrskurðaði Úrskurðanefnd um upplýsingarmál að Þingeyjarsveit bæri að afhenda Ástu Svavarsdóttur starfslokasamning sem Þingeyjarsveit gerði við fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla í janúar 2015. Þingeyjarsveit hafði áður neitað að afhenda Ástu starfslokasamninginn og kærði Ásta það til úrskurðardefndar.

En Úrskurðarnefndin hefur fellt sinn dóm eins og áður segir og sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fjallaði um málið á sveitarstjórnarfundi í dag og bókaði eftirfarandi:

Sveitarstjórn unir úrskurðinum og sveitarstjóri hefur nú þegar afhent viðkomandi umrædd gögn”.

Ásta fékk reyndar samninginn afhentan síðdegis í gær þrátt fyrir að sveitarstjórn væri ekki búin að fjalla formlega um málið.

Starfslokasamningurinn er í 12 liðum auk formála en engin launaupphæð er nefnd í samningunum. Tveir liðir samnings vekja sérstaka athygli.

Liður 4

“Starfsmaður fær full laun auk annarra greiðslna sem bæði hafa verið tilfallandi og fastar, hlunninda og réttindaávinnslu, sem hann hefur verið með eða áunnið sér, eins og hann væri í fullu starfi þótt hann sinni ekki starfi á starfslokatímabili.

Dæmi um slíkar greiðslur eru föst mánaðarlaun, laun vegna húsumsjónar, greiðslur vegna forfallakennslu, kennsluyfirvinnu og gæslu í frímínútum, nefndarlaun, bifreiðastyrkur, annaruppbót, desemberuppbót, ávinnsla orlofs og greiðslur í sjóði.

Því skal haga öllum útreikningi og réttindaávinnslu eins og starfsmaður hafi verið í fullu starfi til og með 31. júlí 2016.

Við lok starfslokatímabils skal fara fram fullnaðaruppgjör eins og starfsmaður hafi verið að hætta í starfi.

Við uppgjör orlofs skal miða við að ekkert orlof hafi verið tekið frá 31. júlí 2015”.

Liður 7.

“Starfsmanni er heimilt að ráða sig til annarra starfa þar með talið vinnuveitanda / Þingeyjarskóla án þess að ofangreindar greiðslur á starfslokatímabili skerðist.

Laun vegna mögulegra starfa á starfslokatímabili kæmu því til viðbótar starfslokagreiðslum sama hver vinnuveitandinn er”

Nú þegar starfslokasamningurin hefur verið afhentur kemur í ljós að þær fullyrðingar sem settar voru fram í leiðara 641.is frá 4. júni 2015 voru réttar og fráfarandi skólastjóri var á tvennum launum frá sama vinnuveitanda (Þingeyjarsveit/Þingeyjarskóla) á 12 mánaða tímabili á árinu 2015 og 2016.

Hægt er að lesa nánar um samninginn á bloggi Ástu Svavarsdóttur.

Blogg Ástu Svavarsdóttur