Þingeyjarskóli settur í fyrsta sinn.

0
266
Þingeyjarskóli var settur í fyrsta sinn sl. fimmtudag. Þingeyjarskóli varð til þegar Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli voru sameinaðir í eina stofnun með tveim starfsstöðvum. Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri setti Þingeyjarskóla á Hafralæk um miðjan dag á fimmtudag, en um kvöldið á Litlulaugum. Kennsla hófst samkvæmt stundarská í gær föstudag.
Harpa Hólmgrímsdóttir setur Þingeyjarskóla í fyrsta sinn.
Harpa Hólmgrísdóttir setur Þingeyjarskóla í fyrsta sinn.
Í máli Hörpu kom fram að heildarfjöldi nemenda við Þingeyjarskóla í vetur verður 69. Á Hafralæk er 41 nemandi en 28 nemendur
eru á Litlulaugum. Á leikskólanum Barnaborg er 21 barn og í Krílabæ eru 15 börn.

Breytingar á skólastarfinu verða nokkrar í grunnskólahlutanum þar sem gert er ráð fyrir að hver nemandi fari einu sinni í viku í akstur á milli skólanna. Markmiðið með því er að nýta sem best þær aðstæður sem eru á hvorum stað, íþróttaðastöðuna á Laugum og verkgreinaaðstöðuna á Hafralæk og efla tengsl milli nemenda og starfsfólks skólanna. 
Þetta hefur í för með sér að skóladagurinn mun lengjast einu sinni í viku sem nemur um það bil einni kennslustund. Þessi lenging er til komin vegna þess tíma sem tekur að aka á milli staða.
Boðað verður til foreldafundar í september þar sem skólastarfið verður kynnt nánar, en dagsetning á fundinum er ekki ákveðin.