Þingeyjarskóla slitið við hátíðlega athöfn

0
610

Þingeyjarskóla var slitið í dag við hátíðlega athöfn í Ýdölum. Útskrifuð voru fimm börn úr leikskólanum Barnaborg og Krílabæ, nemendur 1-9. bekkjar fengu sína vitnisburði og nemendur 10. bekkjar voru útskrifaðir.

Útskriftarnemar voru kvaddir með blómum og gjöfum frá kvenfélagi Aðaldæla og Kvenfélagi Reykdælinga. Að athöfn lokinni var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við skólaslitin í dag.

Börn af Barnaborg og Krílabæ
Skólahljómsveitin spilaði fyrir gesti