Þingeyjarskóla slitið í fyrsta sinn

0
155

Þingeyjarskóla var slitið í fyrsta sinn á Breiðumýri þann 3. júní sl..  Átta grunnskólabörn voru útskrifuð frá Þingeyjarskóla, þrjú frá starfsstöðinni á Hafralæk og fimm frá starfsstöðinni á Litlulaugum.

Útskriftarhópur Þingeyjarskóla 2013. Veronkia, Freyþór, Eva, Rúnar, Inga, Elvar, Anna og Hulda.
Útskriftarhópur Þingeyjarskóla 2013. Veronkia, Freyþór, Eva, Rúnar, Inga, Elvar, Anna og Hulda. Mynd: Árni Pétur Hilmarsson

 

Það voru þau, Hulda Ósk Jónsdóttir, Inga Líf Ingimarsdóttir, Rúnar Berg Árnason, Anna Karen Unnsteinsdóttir, Elvar Baldvinsson, Freyþór Hrafn Harðarson, Veronika Arnardóttir og Eva Sól Pétursdóttir. Inga Líf , Anna Karen og Eva Sól fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku Sem Danska sendiráðið gaf. Inga Líf og Eva Sól fengu svo viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á grunnskólaprófi. Kvenfélag Aðaldæla og Kvenfélag Reykdæla gáfu svo öllum grunnskólaútskriftarnemum orðabók að gjöf. Að athöfn lokinni var boðið uppá kaffi og meðlæti. Árni Pétur Hilmarsson tók meðfylgjandi myndir frá skólaslitunum.

Þessir krakkar hefja nám í Þingeyjarskóla í haust. Mynd: Árni Pétur Hilmarsson
Þessir krakkar hefja nám í Þingeyjarskóla í haust. Mynd: Árni Pétur Hilmarsson.
Útskriftarhópurinn með sínar viðurkenningar. mynd: Árni Pétur Hilmarsson.
Útskriftarhópurinn með sínar viðurkenningar. mynd: Árni Pétur Hilmarsson.