Þingeyjarskóla var slitið í fyrsta sinn á Breiðumýri þann 3. júní sl.. Átta grunnskólabörn voru útskrifuð frá Þingeyjarskóla, þrjú frá starfsstöðinni á Hafralæk og fimm frá starfsstöðinni á Litlulaugum.

Það voru þau, Hulda Ósk Jónsdóttir, Inga Líf Ingimarsdóttir, Rúnar Berg Árnason, Anna Karen Unnsteinsdóttir, Elvar Baldvinsson, Freyþór Hrafn Harðarson, Veronika Arnardóttir og Eva Sól Pétursdóttir. Inga Líf , Anna Karen og Eva Sól fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku Sem Danska sendiráðið gaf. Inga Líf og Eva Sól fengu svo viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á grunnskólaprófi. Kvenfélag Aðaldæla og Kvenfélag Reykdæla gáfu svo öllum grunnskólaútskriftarnemum orðabók að gjöf. Að athöfn lokinni var boðið uppá kaffi og meðlæti. Árni Pétur Hilmarsson tók meðfylgjandi myndir frá skólaslitunum.

