Fjölmargar tilnefningar á Þingeyingi ársins bárust inn síðustu dagana fyrir jól. Sjö aðilar fengur áberandi flestar tilnefningar og verður því kosið á milli þeirra rafrænt í Skarpi.is, 640.is og 641.is næstu þrjá daganna. Úrslit verða svo kunngjörð kl 12:00 þann 30 desember á miðlunum þremur.
Eftirtaldir fengu flestar tilnefningar.( í stafrófsröð).
Björgunarsveitirnar í Þingeyjarsýslu.

Hinn almenni björgunarsveitarmaður og Björgunarsveitir okkar Þingeyinga fyrir mikinn dugnað í haust og vetur ma. við að bjarga sauðfé, sem og alla aðra daga.
Einir V Björnsson og Guðfinna Sverrisdóttir – Einishús

Tilnefningar fá þau hjón fyrir vel unnin störf að uppsetningu á nýrri ferðaþjónustu á Einarsstöðum í Reykjadal – Einishús
Hrannar Björn Steingrímsson knattspyrnumaður

Leiddi knattspyrnulið Völsungs til sigur í 2. deild á árinu og stóð sig eins og hetja á erfiðum tímum.
Jóhann Kristinn Gunnarsson knattspyrnuþjálfari

Gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum í knattspyrnu og var valinn þjálfari ársins.
María Svanþrúður Jónsdóttir ráðanautur

Vegna frammistöðu hennar sem tengiliður við bændur og almanavarnir eftir óveðrið 10-11 september.
Svavar Pálsson sýslumaður

Fyrir snör viðbrögð vegna óveðursins í september sem leiddi til minna tjóns en ella.
Vilhjálmur Sigmundsson bakari

Fyrir það að hafa haldið bakaríinu á Húsavík starfandi þrátt fyrir mikið áfall í fjölskyldunni.
Kosningunni lýkur kl 12:00 30. desember