Þingeyingur ársins 2013 – Tilnefningar

0
90

Þingeysku fjölmiðlarnir Skarpur640.is , Kópasker.is og 641.is ætla að standa sameiginlega að vali á Þingeying ársins 2013 með hjálp lesenda sinna. Valið fer fram rafrænt á netinu í tveimur áföngum. Í fyrri áfanganum, sem hefst í dag, geta lesendur sent inn tilnefningar á Þingeying ársins 2013. Einungis er hægt að tilnefna fólk  sem er með búsetu í Þingeyjarsýslu. (Norður og Suður-Þingeyjarsýslu). Lesendur skrifa fullt nafn viðkomandi og einnig af hverju viðkomandi á að koma til greina sem Þingeyingur ársins 2013.

Guðmundur Helgi Bjarnason með lamb sem hann gróf upp úr fönn. Mynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Guðmundur Helgi Bjarnason börgunarsveitarmaður að störfum.

Í seinni áfanganum kjósa lesendur rafrænt á milli þeirra sem fá flestar tilnefningar. Sú kosning fer fram daganna 27. til 30. des.

Tilkynnt verður hver hlýtur nafnbótina Þingeyingur ársins 2013 síðdegis þann 30. desember á öllum miðlunum.

Hafdís Sigurðardóttir var valin Þingeyingur ársins 2011 og Björgunarsveitirnar í Þingeyjarsýslu í fyrra af lesendum Þingeysku fréttamiðlanna.

 

Lesendur smella hér til þess að senda inn tilnefningar eða á borðann hér efst á 641.is.