Þetta vilja börnin sjá

0
83

Þetta vilja börnin sjá – Sýningaropnun  25. nóv. kl. 14:00 Falleg og lífleg sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum árið 2011. Sýningin er farandsýning sem Menningarmiðstöðin Gerðubergi setur upp á hverju ári í tengslum við afhendingu Dimmalimm verðlaunanna.

 

 

Verðlaunin eru veitt árlega fyrir best myndskreyttu íslensku barnabókina. Þetta er þriðja árið í röð sem sýningin endar ferð sína um landið hér hjá okkur í Safnahúsinu.

Á opnuninni verður upplestur, nýr fjölskylduratleikur og léttar veitingar. Skemmtileg samverustund fyrir fjölskylduna, allir hjartanlega velkomnir.

Í listasal á efstu hæð er ljósmyndasýningin „Til gagns og til fegurðar“ Frítt er inn á allar sýningar í húsinu í tilefni af opnuninni.

Safnahúsið verður opið frá 14-17 þennan dag.

Nánari upplýsingar á www.safnahus.is og á facebook síðu safnahúsins.